á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Þegar maður situr og á að vera vinna einhver ákveðin verkefni, þá er oft sem að hugurinn leitar annað og maður fer að gera eitthvað sem maður á ekki að vera gera. Það er eiginlega það sem ég er að gera núna. Ég er sem sé að skrifa þýsku söguverkefnið mitt núna en ákvað að blogga smá í staðinn. Þetta heytir, svona til að friða samviskuna að taka smá pásu frá skólabókunum. Hér er annars allt fínt að frétta, veðrið mætti fara verða sumarlegra en það er nú vonandi að lagast. Það er einhvert leiðinda kaldir vindar sem eru alltaf að koma frá Íslandi og Noregi! Þannig að hitinn fyrir sunnan okkur nær ekki alveg til okkar. Vona að það lagist þegar ég er búin í prófunum. Við lentum í því fyrir 2 vikum að grillinu okkar var stolið! Já og það sem var læst hér við útidyrahurðina! Gústi er nú smá svektur og við grillum ekki neitt núna og það finnst Gústa frekar fúlt. Markmiðið er nú að fá sér bara nýtt grill. Við erum líka að bíða eftir hvað tryggingafélagið segir. Annars er ca mánuður þannagð til að við komum á klakan og mig er farið að hlakka mikið til og liggur við að ég sé farin að sjá ís í hyllingum og ég tala nú ekki um góða lambasteik. Jæja ætli ég hætti ekki þessum hugsunum og fari að velta fyrir mér kostum og göllum við sameiningu Þýskalands. Ef ég skrifa ekkert í þessari viku þá vil ég bara óska öllum samlöndum mínum til lukku með daginn á föstudaginn og vona að allir fái gott veður. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|